E.coli smit sem upp kom á leikskólanum Mánagarði í haust er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en Elín Agnes Kristínardóttir yfirlögregluþjónn staðfesti það í samtal við RÚV. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar sér um rannsókn málsins en tugir barna smituðust.
Málið er rakið til rangrar meðferðar á matvælum á leikskólanum en maturinn var ekki fulleldaður og látinn standa í nokkra klukkutíma daginn áður en börnin borðuðu matinn. Um var að ræða blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði en það var ranglega merkt. Það er Félagasstofnun stúdenta sem rekur leikskólann og er búið að viðurkenna bótaskyldu leikskólans í málinu. Mikill þrýstingur hefur verið frá foreldrum barna á leikskólanum að lögreglan rannsaki málið.
Lögmaður stelpu sem veikist einna mest telur háttsemina geta meðal annars varðað við brot á almennum hegningarlögum.