Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Snælduvitlaust veður gengur yfir Vestfirði: „Flotbryggjan er farin til andskotans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Önnur skúta slitnaði úr legufærum á smábátahöfninni á Ísafirði í dag og flotbryggja siglingaklúbbsins er „farin til andskotans“ eins og heimamaður orðaði það.

Suðvestan stormur geysar nú norðan og vestanvert á landinu og gildir gul viðvörun fram á kvöld. Verst er veðrið Norðvestanlands en á Ísafirði er arfavitlaust veður. Mannlíf sagði frá því fyrst fjölmiðla í morgun að skúta hafi losnað úr legufærum á smábátahöfninni á Ísafirði upp úr klukkan 10 og strandaði hún upp við grjótgarðinn og barðist þar utan í. Vel tókst að koma henni á flot aftur en ljóst er að gat var komið á hana en vel gekk að dæla úr henni sjó.

Nú ert ljóst að fleiri bátar hafa losnað en bæði plastskúta og svo skúta frá Byggðarsafninu losnuðu en skúta Byggðarsafnsins var dregin upp í fjöru af björgunarsveitarmönnum. Samkvæmt Þorsteini Traustasyni eru aðstæður til björgunar afar erfiðar og hætta menn sér ekki út á báta í þessu veðri: „Við teljum að hún hafi sloppið en hún var bara dregin upp í fjöru. Svo er flotbryggja sem var hjá siglingaklúbbnum, hún er farin til andskotans,“ segir Þorsteinn í samtali við Mannlíf.

Þorsteinn sagði ennfremur að eigandi skútunnar sem var að losna úr legufærunum hafi aldrei séð annað eins óveður á Ísafirði: „Þetta er versta veður sem eigandi skútunnar hefur lent í. Hann man ekki eftir öðru eins veðri hérna eins og það er núna. Það er bara ekki stætt hérna úti. Það er ekkert hægt að eiga eitt né neitt við bátana fyrr en lægir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -