Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Snæþór Helgi dæmdur fyrir grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snæþór Helgi Björnsson er maðurinn sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi í síðustu viku en dómurinn var birtu í gær.

Fram kemur í frétt mbl.is að Snæþór hafi verið sakfelldur fyrir einstaklega hættulegar líkamsárásir gagnvart fyrrverandi kærustu sinni en hann réðst á hana þrívegis á hrottafenginn hátt.

Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkum sem kvað á um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi í hálft ár á meðan áfrýjunarfresturinn rennur út.

Þrjár árásir

Fram kemur í dóminum að Snæþór hafi verið sakfelldur fyrir að hafa hrint fyrrverandi kærustu sinni niður tröppur af stigapalli í stigagangi. Í kjölfarið sló Snæþór og sparkaði í höfuð og andlit konunnar. Þá sparkaði hann einnig ítrekað í vinstri síðu hennar. Lá hún þá á jörðinni með höfuðið grúfið í jörðina er Snæþór sparkaði í hnakka hennar.

Einnig var Snæþór ákærður fyrir að beita konuna ofbeldi í íbúð fyrr um kvöldið en ekki var talin lögfull sönnun fyrir sakfellinu og var hann því ekki sakfelldur fyrir þá árás.

- Auglýsing -

Seinna sama kvöld sló Snæþór, kýldi og sparkaði endurtekið í líkama og höfuð konunnar þegar þau voru saman í skrúðgarði. Var hann sakfelldur fyrir þá árás. Í árásinni hélt hann konunni niðri þar sem hún lá í jörðinni, reif í hár hennar og hélt um vit hennar, þannig að hún átti erfitt með öndun. Af þessum tveimur árásum hlaut konan eymsli en þau sáust á hársverði, hnakka og á gagnauga. Einnig voru merki um að hár hafi verið rifin úr hársverði hennar, hún hafði brotna tönn og blóð rann úr nefi hennar. Aukreitis var konan með eymsli yfir kjálkaliðum og tognun á kálfa, mar á hálsi, hægra brjósti og öllum útlimum.

Áður greindi mbl.is frá annarri líkamsárás sem Snæþór var ákærður fyrir, gagnvart sömu konu en Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi hann fyrir þau brot.

Var hann sakfelldur fyrir að hafa slegið konu þar til hún datt í jörðina, dregið hana svo að læk sem var í nágreninu, tekið hana hálstaki og haldið höfði hennar undir yfirborði vatnsins. Eftir það dró Snæþór konuna aftur upp úr læknum, trampaði og sparkaði á höfði, andliti og víðs vegar á líkama hennar. Ekki lauk árásinni fyrr en vitni kom að og hrópaði til hans en við það flúði Snæþór af vettvangi á hlaupum.

- Auglýsing -

Snæþór var sakfelldur fyrir þau brot sem flokkast undir sérstaklega hættulega líkamsárás en ákæruvaldið krafðist einnig sakfellingar fyrir manndrápstilraun en ekki tókst að sanna að Snæþór hefði þann ásetning að drepa konuna.

Þá var Snæþór aukreitis dæmdur fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni.

Alls hlaut konan 2,5 milljónir í miskabætur en við ákvörðun fjárhæðar miskabóta var litið til þess að háttarlag Snæþórs hafi verið gróf. Konan hafi hlotið mikið tjón vegna árásanna en vottorð og framburður sálfræðings studdi það mat.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -