Stór jarðskjálfti fannst greinilega á suðvesturhorninu rétt í þessu. Fyrstu viðbrögð veðurstofunnar eru að hann hafi verið „nokkuð stór“ og fundist víða.
Samkvæmt fyrstu upplýsingum á vef Veðurstofunnar er hann talinn hafa verið 4,7
að stærð og voru upptök hans 0,8 kílómetra suðaustur af Þrengslum.
Kemur fram að upptök hans hafi verið á 0,3 km dýpi.
Skjálftinn áttu upptök sín austan við Lambafell og fannst vel á suðurlandi. Búast má við eftirskjálftavirkni í kjölfarið.
Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Fimm skjálftar yfir 3 að stærð mældust við Reykjanestá í gær.


Fréttin verður uppfærð um leið og upplýsingar berast.