Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Sniðganga Lýðræðisflokkinn vegna Elds: „Hættulegur fyrir þjóðina á alla vegu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það gustar heldur betur um Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna 22, en hann var nýverið kynntur sem oddviti á lista Lýðræðisflokksins í Norðurvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Mikil umræða hefur skapast um framboð Elds í hópnum Sniðganga fyrir Palestínu en Eldur er einn dyggasti stuðningsmaður Ísrael á Íslandi, og þó víðar væri leitað, en flestir Íslendingar standa með Palestínu, ef marka má kannanir sem gerðar hafa verið um málið. Margir tjá sig um Eld í spjallinu og fær hann kaldar kveðjur ansi mörgum og ljóst að Lýðræðisflokkurinn er ekki vinsæll í þessum hópi meðan Eldur er oddviti þar.

„Ekki bara það.. heldur líka mesti rasisti, kvenfyrirlitningarmaður og transhatari sem landið býður uppá. Hættulegur fyrir þjóðina á alla vegu,“ skrifar Uni Marínó Karlsson meðal annars. 

„Ekki get ég ímyndað mér að nokkur heilvita maður kjósi þessa flokksdruslu,“ skrifar Guðmundur Karlsson

„Áhugarvert að hann sé í norðvesturkjördæmi, ætli það sé gert því flokkurinn telur að transfóbískir zíonistar séu þar hlutfallslega fleiri eða að hann einfaldlega búi þar,“ segir Árelía Blómkvist Hilmarsdóttir um Eld.

Sakaður um að hvetja til sjálfsvígs

Þá hefur Eldur verið harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína gagnvart trans fólki. Hann hélt nýverið erindi á ráðstefnunni The Bigger Picture í Portúgal en ráðstefnan var á vegum Genspect samtakanna sem hafa verið skilgreind sem haturssamtök af hinum virtu mannréttindasamtökum Southern Poverty Law Center. Flestir sem héldu erindi á ráðstefnunni hafa í gegnum tíðina talað á mjög neikvæðan máta um trans fólk.

Eldur hefur einnig verið sakaður um að hafa hvatt Uglu Stefaníu Kristjönu Jónsdóttir, trans konu og aktívista, að fremja sjálfsvíg en hann neitaði því viðtali við Heimildina. Uglu er einmitt oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og munu þau keppast um atkvæði þar á bæ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -