Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Snjóflóðahætta víðsvegar um landið: „Vöruskortur er töluverður í búðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páskaveðrið hefur leikið marga grátt undanfarna daga og hafa Seyðfirðingar verið ofarlega á þeim lista en þeir hafa verið innilokaðir í rúma þrjá sólarhringa. Fjarðarheiði, eina landleiðin til og frá bænum, hefur verið lokuð á þeim tíma en til stendur að vegurinn verði mokaður í dag.

Seyðfirðingurinn Jón Halldór Guðmundsson sagði í samtali við RÚV að ástandið væri byrjað að hafa áhrif á bæinn. „Fólk sem er í vaktavinnu í álverinu til dæmis, það hefur ekki komist í vinnu, og fleiri vinnustöðum. Og vöruskortur er töluverður í búðinni. Það er ýmislegt sem gerist í þessu,“ sagði Jón um málið.

„Það er að ganga niður veðrið á heiðinni. Það er fullt af fólki sem hefur verið hér um páskana í nokkra daga og vona að heiðin opni seinna í dag.“

Fólk hefur verið beðið að fara gætilega og vera ekki að ferðast án þess að hafa ríka ástæðu til en mikil hætta er talin á snjóflóðum á Austfjörðum og á Vestfjörðum á næstu dögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -