Sverrir Þór Gunnarsson og Snorri Guðmundsson þurfa greiða 1,1 milljarð í sekt fyrir að smygl en dómur um slíkt féll fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjaness.
Snorri hefur oft verið kenndur við Póló sjoppuna sem er að finna í Bústaðahverfi og Sverrir við Drekann en sú sjoppa er í miðbænum. Þá hlutu þeir einnig tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir þátt sinn í málinu. Greiði þeir ekki sektina á næstu fjórum vikum munu þeir þurfa sitja í fangelsi í eitt ár.
Héraðsdómur samþykkti upptökukröfu á ýmsum eignum þeirra samtals um 200 milljónir í reiðufé og einnig fasteigna. Voru félagarnir dæmdir fyrir að smygla 1.200.750 sígarettupökkum og 5.400 karton af reyktóbaki til landsins.
Lögmenn Sverris og Snorra vildu meina að málið væri ábyrgð tollmiðlarans Thorship en fyrirtækið sá um gera tollskýrslurnar.