Mánudagur 3. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Snorra Póló og Sverri Dreka gert að greiða rúman milljarð vegna smygls

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Þór Gunnarsson og Snorri Guðmundsson þurfa greiða 1,1 milljarð í sekt fyrir að smygl en dómur um slíkt féll fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjaness.

Snorri hefur oft verið kenndur við Póló sjoppuna sem er að finna í Bústaðahverfi og Sverrir við Drekann en sú sjoppa er í miðbænum. Þá hlutu þeir einnig tveggja ára skil­orðsbund­inn dóm fyr­ir þátt sinn í mál­inu. Greiði þeir ekki sektina á næstu fjórum vikum munu þeir þurfa sitja í fangelsi í eitt ár.

Héraðsdóm­ur samþykkti upp­töku­kröfu á ýms­um eign­um þeirra sam­tals um 200 millj­ón­ir í reiðufé og einnig fast­eigna. Voru félagarnir dæmdir fyrir að smygla 1.200.750 síga­rettupökkum og 5.400 kart­on af reyktób­aki til landsins.

Lögmenn Sverris og Snorra vildu meina að málið væri ábyrgð tollmiðlar­ans Thors­hip en fyrirtækið sá um gera tollskýrslurnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -