Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Snorri forsetaframbjóðandi trúir ekki á refsingar í málum fíkniefnaneytenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Alkastsins er forsetaframbjóðandinn Snorri Óttarsson.

Snorri er fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur verið búsettur í Horsens í Danmörku frá árinu 2007. Rétt fyrir hrun fluttu þau hjónin og voru mjög heppin því þau borguðu aðeins 300 þúsund fyrir leigu á 20 feta flutningagám sem hálfu ári seinna hefði kostað nálægt milljón vegna hruns íslensku krónunnar. Snorri er menntaður húsasmiður en hefur svo í Horsens bætt við sig tveimur háskólagráðum. Hann hefur starfað við ýmislegt og verið mikið í akstri síðustu árin ásamt öðru.

Fjölskyldumaður

Snorri er mikil fjölskyldumaður og nefnir í viðtalinu að nú sé hann á landinu því faðir hann er mjög veikur á spítala um þessar mundir. Börn Snorra eru komin úr hreiðri að mestu leyti og munu því að öllum líkindum ferðast með honum á Bessastaði ef af því verður. Eiginkonan hans styður hann heilshugar og myndi standa sína plikt sem forsetafrú, enda vön álagi.

Áherslur Snorra í þessu forsetaframboði snúa að því að virkja Bessastaði eins og Ástþór Magnússon leggur einnig áherslu á og þá í þágu friðarmála. Snorri, eftir öll þessi ár í Danmörku, segir klárlega vanta visst sameingartákn inni í íslenskt samfélag. Honum finnst ríkja mikil spilling inni á þingi sem og í einkageiranum sem hann vill breyta. Hann segir alveg óhæft að fyrirtæki taki ekki meiri samfélagslega ábyrgð og tekur undir orð Gunnars þáttarstjórnanda um að viss yfirfallsventill á sjóðum einkafyrirtækja sé æskilegur ef heilbrigt samfélag eigi að vera mögulegt.

Maður fólksins

- Auglýsing -

Snorri segist vera maður fólksins. Hann sem ungur drengur var afar hlédrægur og að eigin sögn inni í skel. Hann horfði á föður sinn í sinni æsku sem afar mannblendin einstakling sem blandaði geði við fólkið á götunni. Nú í dag segist Snorri vera kominn út úr skelinni og vera tilbúin í alla þá félagslegu þætti sem forsetaembættinu fylgir. Gunnar spurði Snorra hvort að visst vitsmunalegt eða fræðilegt bolmagn þyrfti ekki að vera til staðar hjá forseta Íslands og Snorri segir að sjálfsögðu sé það mikilvægt en fyrst og fremst sé hann drifinn áfram af heiðarleika og mennsku sem honum klárlega finnst vanta. Hann segist ekki vera sækjast eftir persónulegum metorðum eða peningum og segist meira að segja vera tilbúinn til að deila launum sínum sem forseti í þágu lýðheilsu og velferðar. Hann á sér draum um að skapa skemmtigarða sem allir hafa aðgengi að gegn vægu gjaldi eins og í Danmörku og nefnir sem dæmi Lególand og segist alveg til í að fjármagna svoleiðis skemmtigarða sjálfur með afgangi af launum sínum sem forseti.

Manngæska frekar en refsing

Snorri trúir ekki á refsingu í málum fíkniefnaneytenda og vill sjá að stjórnvöld taka nýja stefnu í þeim málaflokki. Hann vill fá að sjá meiri manngæsku í málum þeirra sem minna mega sín gagnvart fíkniefnadjöflinum. Hann leggur meira að segja til að ríkið framleiði sjálft einskonar lyf eða töflur sem væri þá bara úthlutað til fíkla til að koma þeim undan þeirri ánauð sem fylgir því að skaffa sér efni af glæpamönnum. „Einhvern tíma kom upp hugmynd hjá mér og það er kannski kjánalegt, ef að ríkið hreinlega framleiddi einhverja pillu sem skapaði þessi áhrif sem einstaklingurinn er að leita sér að. Ef þetta yrði framleidd væri það undir eftirliti,“ sagði Snorri og nefndi dæmi þar sem kona bauð honum fyrir mörgum árum að deila með sér e-pillu en hann þorði ekki að þiggja hana enda vissi enginn hvað væri í slíktri pillu þar sem hver sem er gat sett hvað sem er í þetta og fólk væri að fá hjartaáföll og hvað eina.

- Auglýsing -

Þessa dagana er Snorri að vinna hart að því að safna nógu mörgum undirskriftum til að uppfylla þau skilyrði sem til þarf svo að hann geti boðið sig fram til forseta. Honum vantar enn mikið upp á en þegar þetta viðtal var tekið var hann einungis komin með átta undirskriftir og átti því talsvert langt í land en hann er vongóður og trúir að ef hann á að komast á Bessastaði muni það gerast.

Þáttinn í heild sinni má sjá á spilaranum hér fyrir neðan og einnig má hlusta á Alkastið á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -