Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Snorri Másson átti trúnaðarfund með forsætisráðherra: „Okk­ur á milli? Mín og Bjarna? Bara sam­tal“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson átti trúnaðarfund með Snorri Mássyni í stjórnarráðinu í síðustu viku.

Fram kemur í viðtali Stefáns E. Stefánssonar siðfræðings í Spursmálum í dag, að Snorri Másson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Miðflokksins í komandi kosningum, hafi átt trúnaðarfund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í stjórnarráðinu í síðustu viku. Snorri var sýnilega vandræðalegur þegar Stefán bar upp spurninguna „hvenær hittirðu Bjarna Benediktsson síðast?“ en það var greinilegt að Stefán vissi svarið upp á hár, enda sagði hann það sjálfur. „Fyrir hversu löngu, ég get svarað því ef þú vilt ekki gera það sjálfur“?

Snorri sækist eftir leiðtogasæti Miðflokksins í Reykjavík en þegar Stefán spurði hann hvort Bjarni hafi boðið honum sæti á lista Sjálfstæðisflokksins vék hann sér fimlega undan því að svara beint en sagði að hægt sé að hvetja fólk til að bjóða sig fram, þó því sé beint boðið sæti á lista.

Hér má lesa úrdrátt úr viðtalinu:

Snorri, hvenær hitt­ir þú Bjarna Bene­dikts­son síðast?

„Ég hitti Bjarna Bene­dikts­son. Hvenær hitti ég hann síðast? Ég hitti hann ekki fyr­ir svo löngu.“

- Auglýsing -

Fyr­ir hversu löngu, ég get svarað því ef þú vilt ekki gera það sjálf­ur?

„Ég myndi segja að ég hafi hitt hann, svo ég svari því bara al­veg hrein­skiln­is­lega í, ekki í þess­ari viku held­ur síðustu viku.“

Hvar?

- Auglýsing -

„Stjórn­ar­ráði Íslands.“

Hvað fór ykk­ur í milli?

„Okk­ur á milli? Mín og Bjarna? Bara sam­tal.“

Um hvað?

„Það er bara trúnaðarsam­tal okk­ar á milli.“

Var þér boðið sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík?

„Ég held að menn séu ekki að bjóða fólki sæti með þeim hætti. Það er hægt að hvetja fólk til þess að bjóða sig fram og annað eins. Það er ekk­ert verið að gera til­boð, svona pakka­díla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -