Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Sofia var jarðsett í fyrradag: „Megir þú hvíla í friði og megi sannleikurinn koma í ljós“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í gær söfnuðust meira en 200 manns sem voru fjölskylda, vinir , frænkur , vinnufélagar og guðbörnin við jarðarför Sofia Kolesnikova.“ Svona hófst færsla Völdu Nicolu, systur Sofiu Kolesnkikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl. Einn maður situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Valda Nicola gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færslu sína.

„Ég vaknaði í gær og það var brjáluð rigning, ég ætlaði að fara í regnjakka en ég heyrði rödd segja mér að ég þyrfti enga, ég ætti ekki að gleyma að setja sólarvörn á mig.
Ég er að segja ykkur þegar ég var að setja á mig sólarvörn og hlustaði á rigninguna dynja á þakinu, hugsaði ég með mér að ég hlyti að vera að missa vitið .
Þegar við vorum í kirkjunni var allt enn grátt til í lok athafnar en þá allt í einu skein sólin í gegnum þakglugga kirkjunnar og þegar Haraldur Ólafsson , Andris Leisavnieks , Axel , Deivs Kolesnikovs , Aron Freyr Lárusson , Lárus , bróðir hans og vinur þeirra báru Sofiu úr kirkju þá gengum við öll út í hið fullkomnasta sólskin.
Sólin skein svo alveg til loka útfararinnar.
Það er erfitt að segja að þetta hafi verið fallegur dagur, en hann var það svo sannarlega, en einnig sá sorglegasti. Fyrir alla sem komu og voru yfir 200 manns þarna saman komnir yfir missi af þér elsku litla systir mín, besta vinkona margra , besta frænka , systir og guðmóðir.
Við munum öll sakna þín að eilífu og þú munt alltaf vera manneskjan sem við dáðumst að.
Ég vil þakka Aroni og fjölskyldu að geta útvegað Bubba að koma og syngja fyrir Sofiu án nokkurrar fyrirvara ég vil þakka Vesturbæjarskóla , Sjöfn Þórðardóttir , Elín Helga Lárusdóttir , mömmu og Axel fyrir alla vinnuna sem þau unnu við að koma saman svona frábærri jarðarför með svona litlum fyrirvara.
Megir þú Sofia hvíla frið og megi sannleikurinn koma í ljós,“ skrifað Valda og lét fjölmörg hjörtu fylgja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -