Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sofie Hermansen Eriksdatter: Þetta er að „færast nær“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var á heimili mínu í Reykjavík og mér varð mjög brugðið og hringdi í fjölskyldu mína,“ segir Sofie Hermansen Eriksdatter, dönsk kona sem er búsett hér á landi, um viðbrögð sín í kjölfar skotárásarinnar í verslunarmiðstöðinni Field’s í Kaupmannahöfn í gær þar sem þrír létust og enn fleiri særðust og þar af fjórir alvarlega eftir að ungur maður skaut á fólk með riffli. Viðbúnaðarstig í Kaupmannahöfn hefur verið hækkað auk þess sem viðburðum hefur verið aflýst. Þess má geta að Jónshús var opið Íslendingum í kjölfarið og á mbl.is kemur fram að þeir Íslendingar sem þangað leituðu hafi annaðhvort verið inni í versl­un­ar­miðstöðinni eða við hana þegar að skotárás­in átti sér stað. Annað kvöld verður svo haldin minningarathöfn fyrir utan Field’s.

„Þau voru í áfalli og sögðu að öll neyðarþjónusta í Kaupmannahöfn væri í viðbragðsstöðu vegna þessa og að það væri mjög sorglegt að þetta hefði gerst,“ segir Sofie við Mannlíf um fólkið sitt í Danmörku.

 

Það var bara tímaspursmál hvenær eitthvað álíka myndi gerast í Danmörku.

Sofie bendir á skotárásina í Ósló í síðustu viku og að hún hafi haft sömuleiðis mikil áhrif á sig og hafi fundið til með Norðmönnum. „Þetta er að „færast nær“ og það var bara tímaspursmál hvenær eitthvað álíka myndi gerast í Danmörku og svo gerðist það viku síðar. Ég tel að Danmörk sé almennt öruggur staður og fólk ætti að halda áfram lífi sínu eins og það er vant en samfélagið þarf að styrkja félagslega sjálfbærni og aðstoða fólk sem glímir við alvarleg andleg veikindi miklu meira til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur.“

Sofie segist halda að þessi árás muni hafa áhrif á fólk í allt sumar og segir hún að fólk á Íslandi sem hún hefur hitt sé líka sorgmætt vegna þessa voðaatburðar.“

Sofie er skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs með aðsetur í Norræna húsinu og hefur búið á Íslandi í fjögur ár. Böndin á milli þjóðanna tveggja, Íslands og Danmerkur, eru sterk. Er hægt að styrkja börnin enn frekar og þá hvernig? „Það væri hægt með meiri samskiptum yngra fólks og þá sérstaklega bæði menningarlega og menntalega séð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -