Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðborginni. Óljóst með niðurstöðu þeirra mála.
Seinheppinn ökumaður hafnaði á ljósastaur í miðborginni. Bílstjórinn er laskaður eftir óhappið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Maður sýndi af sér aðfinnsluvert háttarlag og hótanir í Breiðholti. Dólgurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Þreyttur gestur á veitingahúsi sofnaði þegar hann gekk örna sinna. Salernið var læst og aðrir gestir komust ekki að til að létta á sér. Vandræðaástand skapaðist og starfsfólki tókst ekki að leysa málið. Lögreglan kom og var sá þreytti vakinn og hélt hann sína leið út í nóttina.
Krakkahópur var staðinn að því að skemma strætóskýli í Breiðholti.
Búðarþjófur var á ferð matvöruverslun í Kópavogi. Óljóst er með lyktir málsins.
Kallað var eftir aðstoð lögreglu við að fjarlæga farþega úr strætisvagni. Viðkomandi hafði haft ógnandi tilburði við aðra farþega í vagninum.