Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

SÖFNUN – Birna glímir við krabbamein í þriðja sinn: „Maður veit ekki alveg hvað maður á að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birna Kristmundsdóttir er að berjast við krabbamein í þriðja sinn á ævinni. Hún er aðeins 33 ára gömul og nú er þessi illvígi sjúkdómur búinn að dreifa sér í eitla.

Í dag verða haldnir styrktartónleikar í salnum Verkstæðið í Vitanum Mathúsi á Akureyri. Hún býr sjálf á Akureyri ásamt eiginmanni sínum, Víði Erni Ómarssyni og tveggja ára gömlum syni þeirra.

„Maður veit ekki alveg hvað maður á að gera fyrir fólk í þessari stöðu. Þannig að það var ákveðið að gefa fólki færi á að mæta og sýna stuðning, láta sjá sig,“ segir Tinna Gunnur Bjarnadóttir, vinkona Birnu, um styrktartónleikana og hetjulega baráttu Birnu:

„En þetta náttúrlega tekur á gg sérstaklega líka fyrir aðstandendur. Birna reynir bara að segja sem minnst. Henni, eðlilega, finnst þetta hálfvandræðalegt. En hún veit að þetta verður gaman. Hún er með heilsu eða kraft akkúrat núna þar sem hún er í hvíld á sterkum lyfjum. Þannig að hún getur bara komið og notið með okkur líka. Þetta verður bara ástæða til að fara í háa hæla og setja á sig varalit og hafa gaman af.“

Þá er einnig hægt að styrkja Birnu og fjölskyldu hennar í erfiðri baráttunni með því að leggja inn á eftirfarandi söfnunarreikning:

Reikningsnúmer. 0123-15-021188
Kennitala: 191288-2039

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -