Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega saman yfir vetrartímann, eða frá september fram í maí. Þau fara svo í eina lengri göngu að sumri. Fyrir utan að hittast og ganga saman eru þau góður vinahópur sem hefur gaman af því að hittast og spjalla um göngur og ferðalög. Viðhengin eru fjölskylda og vinir, og jafnvel vinir vina, sem þau bjóðum með sér í göngur. Markmið þeirra er að hafa göngurnar fjölbreyttar og hæfilega erfiðar þannig að allir geti verið með. Þau bjóða alla velkomna og njóta þess að vera saman. Þau leggja áherslu á að deila reynslu, fróðleik og skemmtilegum gönguleiðum eða öðru sem þeim liggur á hjarta hverri stundu.
Hópurinn greindi frá því að á árinu 2021 hefðu þrír gönguvinir í hópnum greinst með krabbamein, sem er hátt hlutfall í svo litlum hópi.
„Þessir einstaklingar hafa leitað til Ljóssins og deilt með okkur því frábæra starfi sem þar er. Þegar vinir ganga gegnum slíkar raunir verður maður vanmáttugur. Það er ekki í okkar valdi að gera neitt sem veitir lækningu við slíkum veikindum. Það sem við getum gert er að styðja við bak vina okkar og vera til staðar. Við vildum gjarnan gera eitthvað aðeins meira og þá kom þessi hugmynd um að nýta göngurnar til að safna peningum til að styrkja Ljósið.
Við ætlum að styðja við bakið á okkar vinum og efla til áheita söfnum til styrktar Ljóssins. Við munum ganga dagana 26. -29. maí. Um að gera að líka á síðuna gengið til sigurs og taka þátt. Dagskráin mun koma inn í vikunni,“ segir í yfirlýsingunni þeirra.
HÉR er hægt að finna facebook síðu hópsins.