Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Sögð grýla sem hatar homma – Sigríður kennir Samtökunum 78 um verðbólguna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Twitter er fátt annað rætt í dag en gífurlega vanhugsað tíst Sigríðar Andersen, Sjálfstæðiskonu og fyrrverandi innanríkisráðherra. Í gær skrifaði hún að ein ástæða fyrir verðbólgu undan farið væri styrkveiting til Samtakanna 78. Tístið má sjá hér fyrir neðan.

Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta tíst hennar harðlega og hefur Sigríður svarað sumum. Ein kona skrifar: „þetta er eitt mikilvægasta félag landsins og á vel skilið þetta fjármagn.“ Því svarar Sigríður: „Ég er sammál því að frjáls félagasamtök eins og Samtökin78 hafa lagt margt og mikilvægt til og gera það vonandi áfram. Það breytir því ekki að í dag eru ekki til peningar fyrir nýjum útgjöldum. (Þetta er þráður um ríkisfjármál.)“

Á öðrum stað gefur Sigríður í skyn að það sé hatursorðræða að gagnrýna hana. Kona nokkur skrifar: „Ef þú ætlar að nota afkomukvíða almennings til að safna liði í hinsegin hatrið þá er alveg lágmarks kurteisi við vitsmuni pöpulsins að fullyrðingarnar séu nálægt því að vera sannar. Styrkveitingar hins opinbera til manréttindasamtaka valda ekki verðbólgu, Sigríður.“

Því svarar Sigríður: „Útgjöld sem menn eiga ekki fyrir valda verðbólgu, líka útgjöld til hinna bestu mála. Er annars ekki bara upplagt fyrir alla að vera kurteisir og gefa hatursorðræðu frí?“

Svo reynir Sigríður að láta sem hún hafi ekki sakað Samtökin 78 um valda verðbólgu.  Baráttukonan Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar: „Einmitt, kennum samtökum sem hafa barist fyrir sjálfsögðum réttindum fólks í áratugi, og veita hinsegin fólk lífsnauðsynlega þjónustu og stuðning – sem ríkið og sveitarfélög gera ekki – um verðbólguna. Finnst þér svona málflutningur þér sæmandi?“

- Auglýsing -

Þessu svarar Sigríður: „Ég veit ekki til þess að nokkur hafi sakað Samtökin 78 um að hafa valdið verðbólgu. Þetta tíst varðar ríkisfjármál og peningamál. Kannski ekki nógu spennandi. Sry. Þú hefur annars verið málefnaleg og skelegg í þínu. Geturðu ekki bara verið það líka í umræðu um ríkisfjármál?“

Tugir hafa svo vitnað í fyrstu færslu Sigríðar og bent á að ríkið hafi greitt mikið hærri upphæðir í margt annað, svo sem í hana sjálfa. Einn skrifar: „Ástæða verðbólgunnar? Hér er ein: 13 til 16 milljóna árlegt framlag + 980 þús viðbót – til fordómafullrar og valdagráðugrar grýlu úti í bæ með hundaflautu og falsfréttablæti.“

Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um fólk sem gagnrýnir Sigríði.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -