Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Solaris fordæmir orðræðu Bjarna Ben: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Solaris-hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæmir orðræðu Bjarna Benediktssonar um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll.

Hjálparsamtökin Solaris sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem orðræða utanríkisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar er fordæmd. Eins og fjallað hefur verið um áður, skrifaði utanríkisráðherrann færslu á Facebook um helgina sem féll vægast sagt í grýttann jarðveg hjá flestum. Þar hneikslaðist Bjarni á tjaldbúðunum sem örvæntingafullir Palestínumenn reistu fyrir nokkrum vegum, í veikri von um að hlustað yrði á þeirra beiðni um fjölskyldusameiningu ættingja þeirra á Gaza. Í yfirlýsingu stjórnar Solaris segir að orðræða valdhafa ýti undir „hatur og ofbeldi í garð flóttafólks.“

Þá segir einnig í yfirlýsingunni að Bjarni ýji að því að „lögmæt og lýðræðislega mikilvæg mótmæli Palestínufólks við þögn og aðgerðarleysi ráðherra séu tortryggileg. Það gerir hann meðal annars með því að fjalla um málefni þeirra og skipulagða glæpastarfsemi í sömu andrá.“

Enn fremur segir í yfirlýsingunni að nýlega hafi samtökunum borist hátt í 20 tilkynningar um hatursorðræðu gagnvart hælisleitendum og að þróunina alvarlega og að valdhafar ýti undir hana.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Stjórn Solaris fordæmir orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks.

- Auglýsing -

Stjórn Solaris gera alvarlega athugasemd við þá orðræðu sem Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, viðhafði um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll um liðna helgi.

Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu.

Með orðræðu sinni ýjar utanríkisráðherra að því að lögmæt og lýðræðislega mikilvæg mótmæli Palestínufólks við þögn og aðgerðarleysi ráðherra séu tortryggileg. Það gerir hann meðal annars með því að fjalla um málefni þeirra og skipulagða glæpastarfsemi í sömu andrá. 

- Auglýsing -

Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta.

Að undanförnu hafa Solaris samtökin orðið vör við aukna andúð, fordóma og hatur í garð fólks á flótta, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Á fyrstu vikum 2024 hafa samtökunum borist hátt í 20 tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. Nýlega kærðu samtökin ein slík ummæli til lögreglu og fleiri kærur eru í undirbúningi. Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar. 

Nú reynir á að við sýnum í verki að við höfnum lágkúrulegum tilraunum til að grafa undan lýðræðinu,  stöndum með mannréttindum og krefjum fulltrúa um að sinna lögmætum skyldum sínum og grípum inn í umræðu sem kyndir undir hatur og ofbeldi í garð jaðarsettra einstaklinga og hópa.

Fyrir hönd stjórnar Solaris,
Sema Erla
formaður

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -