Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Solaris ítrekar áskorun sína til stjórnvalda: „Börn frá Palestínu búa við yfirvofandi brottvísun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjálparsamtökin Solaris ítrekar áskorun sína til stjórnvalda um vernd og fjölskyldusameiningu fyrir flóttafólk frá Palestínu.

Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi sendu frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem samtökin ítrekar þá áskorun sína að stjórnvöld beiti sér fyrir því að vernda og sameina fjölskyldur flóttafólks frá Palestínu. „Þessa dagana berast Solaris reglulega fregnir af því að flóttafólk frá Palestínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi sé neitað um vernd hér á landi. Þá eru íslensk stjórnvöld einnig að brottvísa palestínsku flóttafólki úr landi og hafa verið að gera síðustu daga og vikur. Börn og fullorðnir frá Palestínu búa við yfirvofandi brottvísun.“ Þannig byrjar fréttatilkynningin. Þá er bent á í tilkynningunni að flóttafólk frá Palestínu hafi verið svipt allri grunnsþjónustu í íslensku samfélagi samvæmt „8. mgr. 33 gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Þeir einstaklingar hafa verið sviptir húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu og í raun öllum leiðum til þess að uppfylla grunnþarfir manneskjunnar.“

Þá ítrekar Solaris þá áskorun sína til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur „frá 20. nóvember 2023 og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að grípa til markvissra aðgerða og veita öllum þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem koma frá Palestínu og eru stödd hér á landi vernd án tafar og stöðva allar brottvísanir á palestínsku flóttafólki frá Íslandi. Þar að auki eru stjórnvöld hvött til þess að liðka fyrir frekari fjölskyldusameiningu Palestínufólks með því að rýmka reglurnar og beita sér fyrir því að koma þeim einstaklingum sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu frá Gaza og til Íslands strax. Áður en það verður of seint.“

Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni:

Solaris ítrekar áskorun sína til stjórnvalda um vernd og fjölskyldusameiningu fyrir flóttafólk frá Palestínu

Þessa dagana berast Solaris reglulega fregnir af því að flóttafólk frá Palestínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi sé neitað um vernd hér á landi. Þá eru íslensk stjórnvöld einnig að brottvísa palestínsku flóttafólki úr landi og hafa verið að gera síðustu daga og vikur. Börn og fullorðnir frá Palestínu búa við yfirvofandi brottvísun.

- Auglýsing -

Þar að auki er í íslensku samfélagi flóttafólk frá Palestínu sem hefur verið svipt allri grunnþjónustu skv. 8. mgr. 33 gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Þeir einstaklingar hafa verið sviptir húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu og í raun öllum leiðum til þess að uppfylla grunnþarfir manneskjunnar. 

Á Íslandi er einnig hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu fyrir fjölskyldumeðlimi á Gaza. Í krafti slíkrar fjölskyldusameiningar hafa um 100 einstaklingar fengið dvalarleyfi á Íslandi á síðustu vikum og mánuðum. Þau eru hins vegar öll enn á Gaza. Þá bíða fleiri einstaklingar svara um slíka fjölskyldusameiningu og enn aðrir hafa fengið neitum um að fá fjölskyldumeðlimi til sín frá Gaza því einstaklingarnir falla ekki undir þröngar reglur um fjölskyldusameiningu. 

Það er afar dapurlegur vitnisburður um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að staða Palestínufólks á Íslandi sem hingað hefur komi í leit að skjóli og vernd fyrir sig og fjölskyldu sína sé með þeim hætti sem hér er lýst á sama tíma og kerfisbundnar þjóðernishreinsanir standa yfir á palestínsku þjóðinni á Gaza og á Vesturbakkanum og ísraelsk stjórnvöld standa fyrir skipulagðri eyðileggingu á palestínsku landsvæði í þeim tilgangi að taka það yfir. Um er að ræða enn einn áfellisdóminn yfir ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum fólks á flótta og algjört sinnuleysi gagnvart því þjóðarmorði sem nú stendur yfir. 

- Auglýsing -

Stjórn Solaris ítrekar áskorun sína frá 20. nóvember 2023 og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að grípa til markvissra aðgerða og veita öllum þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem koma frá Palestínu og eru stödd hér á landi vernd án tafar og stöðva allar brottvísanir á palestínsku flóttafólki frá Íslandi. Þar að auki eru stjórnvöld hvött til þess að liðka fyrir frekari fjölskyldusameiningu Palestínufólks með því að rýmka reglurnar og beita sér fyrir því að koma þeim einstaklingum sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu frá Gaza og til Íslands strax. Áður en það verður of seint. 

Íslensk stjórnvöld hafa áður sýnt að hægt sé að grípa til sérstakra aðgerða til þess að flýta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu og eru hvött til þess að gera hið sama nú fyrir palestínsku þjóðina.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -