Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Solaris kærir vararíkissaksóknara til lögreglu: „Háttsemi sem varpar rýrð á störf hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, vegna ummæla sem hann lét falla dagana 16. júlí og 19. júlí s.l. um innflytjendur og flóttafólk frá Miðausturlöndum og svo um Solaris hjálparsamtökin, sjálfboðaliða þeirra og skjólstæðinga. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Samkvæmt tilkynningunni telja samtökin að ummælin feli meðal annars í sér rógburð og smánun vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum.

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni að samtökin hafi tilkynnt sömu ummæli vararíkissaksóknara með formlegum hætti til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga.

„Vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Í ljósi þess að Helgi Magnús Gunnarsson gegnir embætti vararíkissaksóknara eru ummæli hans sérstaklega alvarleg og áhrif þeirra mikil. Því er mikilvægt að fara lengra með málið,“ segir orðrétt í tilkynningu Solaris.

Að lokum segir í fréttatilkynningunni að framferði Helga grafi undir trausti til embættis ríkissaksóknara.

„Framferði og tjáning Helga Magnúsar er honum og embætti ríkissaksóknara til vanvirðu og grefur undan trausti til embættisins. Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -