Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Sólborg og Bergið hlutu Uppreisnarverðlaunin 2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir árlega svokölluð Uppreisnarverðlaun sem viðurkenningu á og þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi félagsins. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi, annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis eða félagasamtaka.

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en hún hefur stuðlað að þessum gildum, sér í lagi í þágu kynfrelsis með fyrirlestrum sínum og samfélagsmiðlaðganginum Fávitar. Hún hefur brotið niður múra í umræðunni um kynhegðun ungmenna og barist fyrir sjálfsákvörðunarrétti þeirra og upplýsingu um heilbrigði, jafnt líkamlegt og andlegt.

Sólborg og Starri

Bergið Headspace hlaut verðlaun í flokki félagasamtaka. Starfsemi Bergsins hefur vakið athygli frá stofnun og er þarft framtak í íslensku samfélagi. Ekki er hlaupið að andlegri ráðgjöf hérlendis og líður ungt fólk oft fyrir fjár- og úrræðaleysi. Bergið brúar bilið fyrir ungmenni sem oft geta ekki leitað annað.

Sigurþóra og Starri

Verðlaunin voru veitt í þriðja sinn í höfðustöðvum Viðreisnar. Síðustu tvö ár hafa Benedikt Jóhannesson og Sigga Dögg hlotið einstaklingsverðlaunin, Frú Ragnheiður og W.O.M.E.N. in Iceland hlotið félagsverðlaunin.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -