Ein kona kærði í ágúst Sólon Guðmundsson flugmann fyrir nauðgun en fjölmiðlar hafa fjallað undanfarna daga um Sólon en hann tók eigið líf þann 25. ágúst.
Í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, lögmanni konunnar, sem send var til fjölmiðla fyrr í dag er greint frá þessu og þá er einnig greint frá því að fjórar aðrar konur ásaki Sólon um að hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi.
Kemur þessi yfirlýsing í kjölfar þess að fjölskylda Sólon óskaði eftir því að andlát hans yrði rannsakað af lögreglu en sögn Hödd Vilhjálmsdóttur, talsmanns fjölskyldunnar, hafði hann lagt inn eineltiskvörtun til Icelandair, þar sem hann starfaði, en hann taldi sig hafa verið lagðan í einelti af tveimur samstarfskonum sínum. Eineltið hafi falist í sögusögnum um Sólon. Síðar hafi hann var neyddur af flugfélaginu að segja upp störfum. Skömmu eftir að hafa sagt upp störfum framdi Sólon sjálfsvíg.
Icelandair gefur ekkert upp
Icelandair hefur sagt að hugur þess sé hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum Sólons en geti ekki birt upplýsingar tengdar málinu nema lögreglan óski slíkra upplýsinga.
Í yfirlýsingu frá konunum segjast þær ekki hafa áhuga á opinberri umræðu um þetta mál „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær.“
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.