Sólveig Anna Jónsdóttir gleðst með kettinum sínum yfir því að annarri fjölskyldu frá Palestínu hafi nú verið bjargað og komið til Íslands.
Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir hefur haft áhyggjur af örlögum fólksins á Gaza, eins og ansi margir en stjórn Eflingar gaf á dögunum milljón krónur til hjálparsamtakanna Solaris, en fulltrúar samtakanna eru nú í Egyptalandi þar sem unnið er hörðum höndum við að bjarga þeim fjölskyldum sem eru komnar með dvalarleyfi hér á landi. Á föstudaginn kom ein slík fjölskylda til Íslands, Abeer Alzeini og dætur hennar þrjár.
Sólveig Anna skrifaði Facebook-færslu þar sem hún birtir ljósmynd af sér með kettinum sínum, Litla Kisa og segist gleðjast með kettinum yfir því að fjölskyldan sé komin til Íslands.
„Það er ekki hægt að gleðjast yfir mörgu þegar ástand veraldarinnar er skoðað. Sorg vaknar við að lesa fréttir af heimsmálum. En við Litli Kisi gleðjumst af öllu hjarta yfir því að Abeer Alzeini og dætur séu sloppnar undan morðæði ísraelskra stjórnvalda og komnar til Íslands. Guði sé lof fyrir það.“
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/02/Solveig-og-Litli-Kisi-768x1024.jpg)