Sólveig Anna Jónsdóttir greindi frá því í viðtali á Samstöðinni í gær að hún ætli að greiða atkvæði með miðlunartillögu sáttarsemjara, Ástráðar Haraldssonar.
Þetta er önnur miðlunartillagan sem lögð hefur verið fram í deilum SA og Eflingar. Þá fyrri lagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttarsemjari, fram en hann sagði sig frá málinu þegar Efling afhenti ekki kjörskrá sína.
Félagar Eflingar fá sömu launahækkanir og aðrir félagar Strarfsgreinasambandsins, verði tillagan samþykkt.
„Ég vil að bílstjórarnir fái það sem að þeir munu fá og að það fari nú í gegn. Ég verð eflaust grilluð á teini mjög hratt og rösklega. En kannski slepp ég við grillunina. Kannski finnst fólki að það sé búið að grilla mig nógu lengi,“ sagði Sólveig við Samstöðina