Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Sólveig Anna segir hópuppsögnina málefnalega: „Strax rís upp einhver vandlætingarkór”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir að ákvörðun stjórnar Eflingar að segja upp öllum starfsmönnum félagsins, hafi í öllu verið byggð á málefnalegum og ítarlega skoðuðum grunni. Einnig hafnar hún algjörlega þeim málflutningi að ákvörðunin hafi verið tekin í hefndarskyni eða vegna annarlegra hvata.

Sólveig Anna var í Kastljósinu á Rúv í kvöld þar sem hún ræddi um fjöldauppsögnina hjá Eflingu.

„Mér finnst algjörlega sturlað að verða vitni af því að það sé látið eins og það að hér sé hópuppsögn að eiga sér stað sé einhver stórkostleg nýlunda í íslensku samfélagi. Það er augljóslega ekki svo. Ég get ekki annað en undrast þá aðför að ákvörðunarrétti okkar, þá aðför að því að við sannarlega megum taka ákvarðanir sem þessa,”

Segist Sólveig furða það sem hún telur vera aðför að ákvörðunarrétti stjórnar félagsins og telur að umræðan um uppsagnirnar sé gott dæmi um þá litlu virðingu sem borin sé fyrir verka og láglaunafólki í íslensku samfélagi.

„Svo þegar kemur sterk forysta fram sem vill sannarlega taka málin í sínar eigin hendur, sem vill sannarlega gera sitt stéttarfélag að því allra besta þá strax rís upp einhver vandlætingarkór í þeim tilgangi að grafa öllu því sem við gerum. Svo ég hlýt að spyrja er í alvöru ekki komið nóg, og er ekki kominn tími til að við fáum þann vinnufrið sem við eigum skilið sem þær manneskjur sem hlutu umboð félagsfólks í lýðræðislegum kosningum,“ sagði Sólveig Anna í kvöld.

Aukreitist sagðist Sólveig vera undrandi yfir því að Drífa Snædal forseti ASÍ skuli „ráðast að drenglyndi, hollustu, skynsemi, greind og færni til þess að taka ákvarðanir hjá meirihluta stjórnar Eflingar.” Segir hún það þó ekki koma sér á óvart að formaður BHM skuli „vega að forystu Eflingar” með „pólitískum leikjum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -