Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sólveig Anna vill ekki verða forseti ASÍ: „Af hverju ætti láglaunafólk að vilja vera þarna áfram?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þvertók fyrir það að hafa áhuga á forsetaembætti Alþýðusambands Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir engar málefnalegar ástæður fyrir því að Efling verði um kyrrt innan Alþýðusambandsins, ef sambandið heldur áfram á sömu braut og áður.

Drífa Snædal, fyrrum forseti ASÍ, sagði af sér embætti fyrr í mánuðinum. Hún gaf það einnig út að hún hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum samtakanna á þingi ASÍ í október.

„Tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera, sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl, eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er of stórt, of bjúrókradískt og of mikið úr tengslum, þannig að það mögulega er ekki hægt?“ spurði Sólveig Anna í Bítinu í samtali um Alþýðusamband Íslands, yfirvofandi forsetakosningar innan félagsins og átökin innan verkalýðshreyfingarinnar.

 

Gæti þurft að endurskoða stöðu Eflingar innan ASÍ

Hún segir að ef ekki takist að breyta Alþýðusambandinu með þessum hætti gæti verið tilefni til að endurskoða stöðu Eflingar innan sambandsins. „Ef það er niðurstaðan, þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins berjist fyrir róttækum breytingum, en það skili samt einhvern veginn engum árangri innan Alþýðusambandsins, þá segi ég: Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“

Sólveig segist ekki hafa áhuga á því að bjóða sig fram sem forseti ASÍ. „Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig, að mín hollusta sé í Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts til þess hjá Eflingarfólki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -