Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sólveig kennir syninum heima: „Troðum námi í kvíðin börn og skilj­um ekki erfiðleika þeirra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sól­veig Svavarsdóttir, kennari og fjöurra barna móðir aðhyllist hæglætslífsstíl auk þess sem hún kennir syni sínum, sem er í öðrum bekk, heima.
Sólveig er vara­formaður Hæg­læt­is­hreyf­ing­ar­inn­ar og held­ur úti ásamt nokkr­um öðrum heimasíðunni Hæg­læti.is.
Á síðunni er hægt að nálg­ast mikið magn af praktísk­um upp­lýs­ing­um um hvernig fólk geti til­einkað sér ró­legri lífsstíll og hvers­dag.
Hæglætishreyfingin er hreyfing fólks sem hefur tileinkað sér eða hefur áhuga á að tileinka sér hæglæti (e. slow living).
Hæglæti er svar við hraða og streitu samfélagsins sem leiðir marga inn í kulnun, kvíða og uppgjöf. Hæglæti er val um að lifa meðvitaður og að hafa stjórn á og val um það hvernig maður ver tíma sínum; það er að vera meðvitaður um að maður hefur alltaf val um ákvarðanir og aðstæður og þar með að upplifa sig ábyrgan fyrir eigin líðan, heilsu og samskiptum sínum við aðra.
Að lifa í hæglæti er að vera í núvitund: Að vera vakandi og með athygli á líðandi stund; að heyra vel og hlusta; að anda og njóta; að velja meðvitað að takmarka streitu; taka sér minna fyrir hendur og gera færri hluti. Og ekki síst að beina athyglinni frekar að því að vera í stað þess að vera upptekinn af því að gera æðislega mikið.
Í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu með Gunnari og Davíð Wiium var rætt við Sólveigu Svavarsdóttu, kennara og fjöurra barna móður sem aðhyllist hæglætislífsstíl auk þess sem hún kennir syni sínum sem er í öðrum bekk, heima.
Hæg­lætið vill Sól­veig meina að sé svar við hraða og streitu sem svo marg­ir upp­lifa í nú­tíma sam­fé­lagi, með til­heyr­andi af­leiðing­um, svo sem kuln­un, kvíða og upp­gjöf.
„Ég held að það séu ákveðnar týp­ur sem fara í kuln­un,“ seg­ir Sól­veig og bætir við:
„Full­komn­un­ar­áráttu­kvíðatýp­ur, svona eins og ég var, fara bara út í lífið og ætla bara að vera með þetta. Þurfa að vera ógeðslega flott­ar á yf­ir­borðinu, vera í þessu og hinu, með ógeðslega góðar ein­kunn­ir, vera í ógeðslega góðu formi og allt þetta.“

 

Eitt af mik­il­væg­ustu verk­fær­um Sól­veig­ar og henn­ar stóru fjöl­skyldu er úti­ver­an.

 

Í því sam­hengi held­ur hún úti In­sta­gram-reikn­ingn­um úti­vera og börn­in. Þar skrá­set­ur hún alla sína fjöl­breyttu úti­veru með fjöl­skyld­unni sem hún deil­ir með öðrum og þeim ótelj­andi mögu­leik­um sem ís­lensk nátt­úra hef­ur upp á bjóða til úti­vist­ar.

„Ég held að við, full­orðna fólkið, get­um al­veg nýtt okk­ur börn­in meira til þess að ná okk­ur til­ baka því við vor­um einu sinni börn og þau eru snill­ing­ar í nú­vit­und. Meðvitað geri ég það stund­um að elta börn­in mín í stað þess að þau séu að elta mig, vera á þeirra hraða, skoða hlut­ina með þeim, hætta að reka á eft­ir þeim,“ seg­ir Sól­veig.
Sól­veig sem er kenn­ara­menntuð, er ein fjög­urra einstaklinga hér á landi sem er með barnið sitt í heima­skóla.
Son­ur henn­ar sem er í öðrum bekk stund­ar nám eft­ir náms­skrá heima fyr­ir með móður sinni í stað þess að ganga í skóla eins aðrir jafn­aldr­ar hans. Sól­veig seg­ir þessi ákvörðun vera í beinni teng­ingu við hæg­læt­is­lífsstíl­inn sem hún hef­ur til­einkað sér; seg­ir hefðbund­inn átta tíma skóla­dag­ geta verið stút­full­ur af mikl­um hraða og streitu, sem hent­ar ekki öll­um börn­um.

 

 

- Auglýsing -

Stór­ir bekk­ir, sam­hliða svo­kölluðu ein­stak­lings­miðuðu námi í menntakerfinu, ganga ekki upp að mati Sól­veig­ar:

 

„Ég kenndi ell­efu nem­end­um minn drauma­vet­ur og það var dá­sam­legt. Ég náði utan um hóp­inn og var meira að segja með góðan stuðnings­full­trúa með mér, því­lík­ur ár­ang­ur, því­lík ánægja hjá for­eldr­um og gæði í kennslu,“ seg­ir Sól­veig.

- Auglýsing -

 

Heima­kennsla hent­ar ekki öll­um börn­um, en hent­ar syni Sól­veig­ar. Hún sinn­ir kennsl­unni í sam­vinnu við hverf­is­skól­ann og skil­ar inn kennslu­áætlun þar sem mark­mið vetr­ar­ins eru skil­greind.

 

Kennslu­dag­ur­inn byrj­ar oft ró­lega, enda er hún með þrjú önn­ur börn sem hún þarf að koma af stað út í dag­inn.

 

Þar næst taka við ýmis störf tengt því að fóðra hæn­urn­ar og kan­ín­urnar, sem og út að ganga úti með hund­ana sína tvo.

 

Um klukkan tíu hefst svo bók­legt nám, sem get­ur staðið fram að há­deg­is­mat. Rest­in af deg­in­um fer í hefðbund­in störf af ýmsu tagi inni á heim­il­inu, eða í garðinum. Til­tekt, matseld, fönd­ur og hand­verk.

 

Maður Sól­veig­ar er sjó­maður, hann er í því kerfi að hann er þrjár vik­ur í landi, og svo þrjár  vikur úti á sjó.

 

Á meðan hann er í landi tek­ur hann að sér al­mennt hand­verk með drengn­um; svo sem smíði í bíl­skúrn­um, svo eitt­hvað sé nefnt.

 

„Þessi litli skóli, sem ég er ekki enn búin að nefna, hefur það sem aðalmark­mið að börnum líði vel; ein­stak­ling­ar sem verður sátt­ur við lífið og tilveruna: Það er núm­er eitt tvö og þrjú,“ seg­ir Sól­veig.

 

„Ef þér líður vel þá get­ur þú lært, ef þér líður illa og ert með kvíða og streitu átt þú bara erfitt með að læra, og við erum alltof oft að troða einhverju ofan í bullandi kvíðin börn og skilj­um svo ekki af hverju þau eiga erfitt með að læra.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -