Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Sólveig spyr hvort það sé í lagi með Eirík: „Á hvaða vegferð er prófessorinn eiginlega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólvegi Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki botna lengur í Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Hún segir honum að halda sig við fræðistörfin og ekki blanda þeim saman við baráttu láglaunafólks fyrir hærri launum. Sólveig segir að það ekki vera í verkahring verkalýðsbaráttunnar að efla íslensku.

„Á hvaða vegferð er prófessorinn eiginlega? Hann móðgaðist mjög þegar að við hjá Eflingu vildum gera kröfu um jafna íslensku- og ensku kunnáttu þeirra sem þjónusta félagsfólk. Sem er til dæmis vegna þess að mikið af félagsfólki Eflingar af íslenskum uppruna er ekki útlært á enska tungu, hefur t.d. ekki dvalist langdvölum erlendis í námi og rannsóknarleyfum eins og menntafólk á borð við Eirík, og þarf að treysta á upplýsingar og samskipti við sitt stéttarfélag á íslensku,“ segir Sólveig.

Nú sé Eiríkur farinn að blanda sér í kjaraviðræður segir Sólveig. „Það fannst prófessornum ekki nógu „politically correct“ og til marks um andstyggilegheit mín. Skömmu síðar steig hann fram til að fjargviðrast yfir nákvæmlega hinu gagnstæða, að auglýst var opinbert starf þar sem EKKI var krafa um íslenskufærni. Og nú er hann mættur til að kenna mér lexíu um kjaraviðræður og vilja verka og láglaunafólks! Er ekki í lagi með menn?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -