Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Sonurinn sagði að pabbi hans væri að berja mömmu og þau vildu að hann væri í fangelsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við yfirheyrslu hjá lögreglu er haft eftir honum að eiginkona hans hafi viðhaft ljót orð um hann fyrr um daginn og því hafi hann gripið með annarri hendinni um munn hennar og slegið hana á munninn með hinni hendinni tvisvar til þrisvar sinnum. Hafi hann haldið fast um munn hennar og slegið „bara venjulega […] ekki mjög fast en þetta er viðkvæmt svæði“.

Enn fremur veittist hann að eiginkonu sinni á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún hlaut mar innan á neðri vör og vinstra megin á andliti.

Barnið greip símann

Málið má rekja til september 2019 þegar lögreglan fékk símtal um að karlmaðurinn væri að lemja eiginkonu sína. Þegar lögreglan mætti á svæðið kom maðurinn til dyra og kannaðist ekki við neitt og sagði að konan hans væri í vinnunni og börnin í skólanum. Þegar lögreglan hringdi í síma tilkynnanda svaraði eiginkonan og var hikandi í svörum. Greip þá einn sona þeirra símtólið og sagði að pabbi hans væri að berja mömmu sína og þau vildu að hann væri í fangelsi.

Konan var með áverka á andlitinu en hún og börnin voru sótt af lögreglu og flutt á lögreglustöðina eftir að símtalinu lauk. Hún vildi lítið tjá sig um málið en elsti sonur hennar sagði pabba sinn ráðast reglulega á móður sína og tala illa um hana. Maðurinn var í kjölfarið handtekin og færður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Neitaði að kaupa mat og nauðsynjavörur

Börnin lýstu miklu harðræði á heimilinu í viðtali hjá Barnahúsi. Pabbi þeirra talaði oft illa um móður þeirra og beitti þau ofbeldi. Foreldrarnir hefðu skilið að borði og sæng í mars 2020 og börnin flutt ásamt móður í annað húsnæði. Pabbi þeirra hefði samt mætt oft heim til þeirra og reynt að taka þau frá móðurinni. Dóttir þeirra kvaðst fá matraðir um pabba sinn á nóttunni og að hann væri vondur.

„Ákærði hafi þá sest klofvega yfir hana þar sem hún hafi legið á bakinu á sófanum og sett stóran kodda yfir andlit hennar, þrýst honum fast niður með báðum höndum og reynt að kæfa hana. Henni hafi fundist að hún væri að deyja og ítrekað beðið ákærða að hætta.“

- Auglýsing -

Eiginkona mannsins lýstu því hvernig hann beitti hana líkamlegu, andlegu og fjárhagslegu ofbeldi, meðal annars með því að neita að kaupa handa þeim mat eða nauðsynjavörur en hann var með vinnu en ekki hún. Í skýrslu hjá lögreglu lýsti konan hræðilegu atviki.

Dæmdur í átta mánaða fangelsi

Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilborðsbundið, fyrir að beita börn sín og eiginkonu ofbeldi í fjögur ár.

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóm en þyngdi refsinguna úr sex mánuðum í átta. Málið fór fyrir Landsrétt vegna ágreinings um heimfæslu brotanna gagnvart eiginkonunni til refsiákvæða og ákvörðun refsingar en staðfest var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu fyrir brotin gegn börnunum og heimfærslu til refsiákvæða.

- Auglýsing -

Maðurinn var dæmdur til að greiða eiginkonu sinni 400 þúsund krónur og fjórum börnum sínum hverju um sig miskabætur að fjárhæð 300 þúsund krónur.

Maðurinn sem um ræðir var sakfelldur í héraði fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2016 til mars 2020 ítrekað veist með ofbeldi að einum sona sinna og látið aðra syni sína halda honum á meðan hann sló hann með plastslöngu og inniskó undir iljarnar. Ung dóttir mannsins varð vitni að ofbeldinu. Eins var hann sakfelldur fyrir að hafa í eitt skipti slegið einn sona sinna í andlitið þannig að hann fékk blóðnasir.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -