Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Sorphirða borgarinnar í ólagi fyrir jól – Yfirfullar tunnur víðs vegar í borginni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ruslið í Reykjavík nær enn og aftur í fréttir. Á hinum ýmsu hverfagrúppum á Facebook verður vart við óþreyjufulla íbúa sem spyrja nágranna sína um stöðu sorphirðu í hverfinu. Þá virðist sem ekki hefur náðst að tæma allar tunnur í Vesturbænum, Hlíðunum og víðsvegar í Breiðholti. Hátíðardagarnir eru þeir dagar ársins þar sem hvað mestur úrgangur og rusl fellur frá hverju heimili.

„Ég hafði samband við sorphirðudeildina og var sagt að engar tunnur á Nesvegi og nágrenni yrðu tæmdar fyrr en á milli jóla og nýárs,“ segir íbúi í Vesturbæ í þræði á grúppunni Vesturbærinn.

Borgin nær ekki utanum utanumhald dagatalsins

Samkvæmt sorphirðudagatali borgarinnar er þess getið að: „Sorphirðudagatal er ekki rétt fyrir pappír og plast. Almennt og lífrænt sorp eru tæmd á sama tíma og eru samkvæmt dagatali fyrir almennt sorp. Verið er að stilla af hirðudaga og nýtt sorphirðudagatal gefið út þegar það hefur náðst.“

Íbúar Reykjavíkurborgar eru orðnir langeyðir eftir bót og betrun er varðar sorphirðu í borginni. Enn er í manna minnum ólag á sorphirðu sökum snjófergju. Þá sagði einn íbúi að í grófri samantekt á sínu heimili hafi í 40-50 prósent tilvika sorphirða endurvinnslutunnanna ekki verið sinnt eða staðist áætlun. Annar vildi segja upp endurvinnslutunnunum en vert er að geta að borgin hefur sett þá kvöð á að allir skulu vera með og greiða fyrir endurvinnslutunnur.

Sjá eldri fréttir:

Vesturbæingar í rusli – Borgin kennir Borginni um

Allt í rusli í Reykjavík: „Ég er orðin ansi pirruð“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -