Roði – Ungir Sósíalistar birtu myndagrín á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins sem mörgum þótti vægast sagt ósmekklegt. Þar er forstjóra Samherja líkt við Adolf Hitler sjálfan.
Hinir ungu Sósíalistar birtu mynd sem búið var að breita svo hún liti út fyrir að vera úr fréttum. Á myndinni er búið að teikna skegg á Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja en tilefnið var hópuppsögn dótturfyrirtækis Samherja á Hólmavík.
„Fréttatilkynning var að berast frá Hólmavík. Samherji TV birtir ávarp leiðtogans.
Málið útrætt. Heil Samherji !“
Viðbrögðin við þessu gríni voru blendin en nokkrir sýndu óánægju sína og skrifuðu athugasemd við færsluna. Guddi er einn þeirra: „Finnst nú frekar fyrir neðan ykkar virðingu að líkja manninum við Hitler. Fær mann í kjánahroll svona svipað og þegar maður var unglingur að krota hakakross í stærðfræðibækur.“
Þessari athugasemd svaraði Arnar nokkur: „Þú verður nú að viðurkenna að þeir eru annsi líkir.“