Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Sósíalistar ósáttir við seðlabankastjóra sem vill draga úr neyslu: „Hvort á að hlægja eða gráta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur nokkur skrifaði færslu í gær inni á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands sem vakti mikla eftirtekt lesenda. Færsluna birtir hann ásamt frétt þar sem fram kemur að Seðlabanki Íslands vilji að Íslendingar dragi úr neyslu.

Bendir Þórólfur á í færslu sinni að fátækir Íslendingar geti ekki dregið úr neyslu því þeir ná ekki endum saman, séu þeir á leigumarkaði.

„Momentið þegar seðlabankin áttar sig ekki á því að fátækir íslendingar sem að eru á leigu markaði geta ekki dregið úr neislu, Því þeir eru að svelta síðustu vikuna í hverjum mánuði,

Nú þurfa Íslendingar að svelta síðustu tvær vikurnar í hverjum mánuði meðan ríka liðið heldur áfram að spreða í ferðir til útlanda og kaup á high end tísku vörum.“

Eins og áður segir vakti færsla Þórólfs mikla eftirtekt en 44 einstaklingar settu lyndistákn við hana; þumal, grátkarl eða reiðikarl. Henni hefur verið deilt níu sinnum og þónokkrir hafa skrifað athugasemdir.

Rebekka vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta.

- Auglýsing -

„Var bara fyrir 3 vikum að spyrjast fyrir um 4.herbergja íbuð sem var til leigu í bökkum í breiðholti. Ekkert spes við þessa ibuð bara typisk bakka íbuð…..345þ a manuði fyrir utan hússjóð og rafmagn!!! hvort á að hlægja eða gráta?? Eg rett slefa yfir þetta útborgað.. hvað svo? Ekki getur maður heldur farið i 2 herbergja ibuð þvi þær eru a hatt i 250þ jafnvel meira.. og yfirvöld gefa þjóðinni puttann og segja ekkert sé að“

Sæunn spyr hvaða neyslu sé verið að tala um.

„Hvaða neyslu,erum heppin ef við eigum pen ùt mánuðinn…gerum ekkert og eyðum bara í nauðsynjar“

- Auglýsing -

Sigurlaug kom með góða tillögu.

„Legg til að seðlabankastjóri geri matseðil fyrir pöpulinn fyrir vikuna“

Kristín er ósátt við seðlabankastjórann.

„Seðlabánkastjóri er kapítallísk skepna sem að hækkar vexti til þess að hafa húsnæðið af þeim sem að eru í eigin húsnæði“

Sigurþór hefur sterkar skoðanir á málinu.

„Hverjum sem fæðist, ætti að vera tryggður heilagur réttur, í stjórnarskrá hins íslenska lýðveldis, á landi fyrir sig og sína, t.d. við 18 ára aldur. Nógu stórt er landið, sem við eigum öll saman. Glæpur að láta þegnana strita úr sér allt vit og allan kraft eftir kaup af íslenskum lögaðila það sem hann þegar á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -