Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands tilkynnti fyrir tveimur klukkutímum að Sósíalistar munir leggja fram tillögur í borgarstjórn á morgun. Tillögurnar snúa að stjórn Strætó bs.
Sanna birti fyrir stuttu færslu á Facebook-vegg Sósíalistaflokksins þar sem hún tilkynnti að flokkurinn myndi leggja fram tillögur í borgarstjórn á morgun þess efnis að farþegar og vagnsstjórar sitji í stjórn Strætó bs.
„Sósíalistar leggja fram tillögur í borgarstjórn á morgun um að farþegar og vagnstjórar sitji í stjórn Strætó bs. Eðlilegt er að rödd þeirra sem nota almenningsþjónustu hafi vægi og áhrif á ákvarðanatöku um mótun hennar. Til að auka notkun almenningssamganga þyrfti að laga þjónustuna að þörfum þeirra sem að nota hana, munu nota hana eða vonast er til að noti hana í framtíðinni.“
Hér má sjá tillögur Sönnu og félaga:
Tillaga um að farþegar sitji í stjórn Strætó bs: https://2021.reykjavik.is/…/6_1_tillaga_j_farthegar.pdf
Tillaga um að vagnstjórar sitji í stjórn Strætó bs: https://2021.reykjavik.is/…/5_1_tillaga_j_vagnstjorar.pdf