Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Spænsku hestaníðingarnir í þætti Baltasars ekki reknir frá Ingólfshvoli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Spænsku hestaþjálfararnir sem fengnir voru til að þjálfa hesta fyrir sjónvarpsþættina King and Conqueror sem Baltasar Kormákur framleiðir, voru áður reknir frá öðrum bóndabæ fyrir illa meðferð á hrossunum.

Sjá einnig: Ill meðferð erlends kvikmyndatökuliðs á hestum stöðvuð: „Það blæðir ekki undan ofnæmi!!“

Mannlíf fjallaði fyrst fjölmiðla um myndskeið sem sýndi grimmilega meðferð spænskra hestaþjálfara við þjálfun á íslenskum hrossum en málið vakti mikla reiði innan hestasamfélagsins og þykir mörgum líklegt að ekki séu öll kurl komin til grafar í málinu. Dýralæknirinn Ingunn Reynisdóttir, sem Mannlíf ræddi við hafði myndbandið en hún sagði það sýna misþyrmingu. „Þarna er verið að misþyrma hrossinu. Það er alveg út í Hróa hött að koma svona fram við hross.“

Heimildir Mannlífs hermdu að spænsku hestaþjálfararnir sem Baltasar Kormákur rak vegna slæmrar meðferðar á hrossunum, áður reknir frá Ingólfshvoli í Ölfusi eftir að hafa verið þar í um tvær vikur, áður en þeir fengu aðstöðu á Ármóti, þar sem myndskeiðið var tekið. Baltasar og Magnús Andrésson, staðahaldari Ingólfshvols, þvertaka fyrir að þeir hafi verið reknir frá reiðhöllinni, heldur hafi álagið á höllinni verið slíkt að ekki hafi verið hægt að hýsa þá lengur. „Við erm með mikið mótahald og álag á þessum tíma, meistardeild ungmenna og fleira. En þetta var svo mikið umfang hjá þeim og var að vaxa þannig að þeir þurftu að finna sér meira rými en við höfðum,“ sagði Magnús í samtali við Mannlíf.

Aðalframleiðandi þáttanna, Baltasar Kormákur, hefur sagt í fréttum að hann hafi verið sleginn vegna málsins og að hann hafi rekið þjálfarana áður en myndskeiðið fór á flakk á samfélagsmiðlunum. Ekki náðist í hann við gerð þessarar fréttar.

Athugið, fyrirsögnin og fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -