Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson telur mögulegt að það muni gjósa í Bláfjöllum.
Í samtali við mbl.is sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing, sagði hann: „Í fyrsta lagi þá erum við á flekamótum. Flekarnir eru stöðugt að fara í sundur en akkúrat flekamótin sjálf, þau geta haldið í sér í svolítinn tíma en þegar þau bresta þá myndast aðstæður svo að kvika komist til yfirborðs og það er að gerast á Reykjanesi,“ sagði Ármann og telur að ástandið mun haldast óbreytt á Reykjanesinu næstu 10-15 árin. Þá telur hann mögulegt að gjósi á einu aðalskíðasvæði landsins.
„Þegar þetta kerfi er búið að klára sig af þá fer næsta kerfi í gang. Þá förum við væntanlega annaðhvort í Bláfjöllin eða í Krýsuvíkurkerfið eða jafnvel upp í Hengilskerfið,“ sagði Ármann að lokum.