„Haldi kvikusöfnun áfram á sama hraða og verið hefur eru auknar líkur á að til eldgoss komi í Sundhnúksgígaröðinni í komandi viku,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttamann RÚV.
Veðurstofan Íslands hefur gefið út að búast megi við að kvikan geti leitað til yfirborðs með mjög skömmum fyrirvara. Samkvæmt Einari er tiltögulega rólegt á svæðinu, en sérfræðingar vakta allar breytingar.
Hvassviðri hefur áhrif á mælingar
Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn í nótt, en engir skjálftar mældust sökum þessa. Þrír skjálftar mældust við kvikuganginn. Fjórir við Fagradalsfjall. Til samanburðar mældust tæplega 60 við kvikuganginn í gær.