Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Spáir í næstu alþingiskosningar: „Líklegast að við fáum samsteypustjórn ósamstæðra flokka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason spáir í komandi alþingiskosningar í nýrri Facebook-færslu.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að ríkisstjórnin sé augljóslega „búin að lifa sjálfa sig“ og að kjósendur virðist ákveðnir í að refsa henni í næstu kosningum, eins og í tilfelli Íhaldsflokksins í Bretlandi. Segir hann að spurningin sé hvað muni taka við, hvort eitthvað muni breytast. Segir hann hrein valdaskipti sjaldgæfa á Íslandi og því fylgi yfirleitt einhver stjórnarflokkur áfram í næstu stjórn. Hér má lesa færsluna:

„Alþingi sett í dag. Það er ljóst að ríkisstjórnin er löngu búin að lifa sjálfa sig. Kjósendur virðast staðráðnir í að veita henni og stjórnarflokkunum ærlega ráðningu – svona líkt og var með Íhaldsflokkinn á Bretlandi. Bara spurning hvenær kosið verður til þings – ætlar stjórnin að lafa í tilvistarkreppu þangað til næsta haust? En hvaða flokkar eiga að taka við og eru þeir raunverulegir valkostir? Þ.e. fáum við valdaskipti sem breyta einhverju? Hrein valdaskipti eru mjög sjaldgæf í íslenskum stjórnmálum – alltaf situr einhver flokkur áfram milli ríkisstjórna. Eins og stendur er líklegast að við fáum samsteypustjórn ósamstæðra flokka sem eins og ævinlega ganga óbundnir til kosninga. Semsé – við kjósum en vitum ekki hvað við fáum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -