Laugardagur 26. október, 2024
3.6 C
Reykjavik

Spánverjar óðir í Orra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnukappinn Orri Steinn Óskarsson hefur staðið sig frábærlega að undanförnu með liði sínu FC Kaupmannahöfn og hefur árgangur hans með liðinu vakið athygli liða í spænsku úrvalsdeildinni.

Í júlí bauð spænska liðið Girona 15 milljónir evra í Orra en var því tilboði hafnað og skrifaði Orri undir nýjan fjögurra ára samning við FC Kaupmannahöfn. Það virðist þó ekki ætla að stoppa spænsk lið því samkvæmt ítalska blaðamanninum Matteo Moretto er Orri undir smásjá Real Sociedad en talið er það muni kosta í kringum 20 milljónir evra að kaupa Orra frá danska stórliðinu.

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvað gerist næst hjá Orra. Hann þykir eitt mesta efni Evrópu um þessar mundir en hann er aðeins 19 ára gamall en hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum á þessu tímabili í dönsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann spilað átta landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað í þeim tvö mörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -