Sr. Bernharður Guðmundsson lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi föstudaginn 1. september, 86 ára að aldri.
Bernharður fæddist á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundafirði 28. janúar 1937 en foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon og Svava Bernharðsdóttir.
Bernharður lauk stúdentsprófi úr MR árið 1956, diplómu í frönsku frá háskólanum í Caen í Frakklandi 1957, guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1962 og meistaraprófi í fjölmiðlun frá Suður-Illinois-háskóla í Bandaríkjunum 1978. Þá lét hann mjög að sér kveða í félagsmálum um ævina.
Lætur Bernharður eftir sig eiginkonu, Rannveigu Sigurbjörnsdóttur og þrjú börn, þau Svövu, Magnús Þorkel og Sigurbjörn. Þá átti Bernharður fimm barnabörn.
Mannlíf sendir fjölskyldu og vinum Bernharðs innilega samúðarkveðjur.