Séra Skírnir Garðarsson er kominn með nýjar tillögur til handa Þjóðkirkjunni. Meðal annars stingur hann upp á að biskupsbústaðirnir verði opnaði fyrir fátækum og heimilislausum.
Presturinn hefur verið afar gagnrýninn á Þjóðkirkjuna undanfarið en rétt fyrir jól stakk hann upp á að samkomuhúsum Þjóðkirkjunnar yrðu opnuð fyrir heimilislausa vegna komandi frosthörkur. Engin svör bárust frá Kirkjunni, hvorki við tillögu Sr. Skírnis né við fyrirspurn Mannlífs sem send var á hana þann 16. desember og varðaði tillögu prestsins.
Mannlíf fékk í dag sendar þrjár nýjar tillögur Séra Skírnis til handa Þjóðkirkjunni. Þær eru eftirfarandi:
1. Opnið biskupsbústaðina þrjá fyrir fátækum og heimilislausum, þessi hús eru rekin á kostnað almennings og eru hlý og rúmgóð, þau eru á Bergstaðastræti, í Skálholti og á Hólum. Öll eru lítið notuð því biskupar búa að hluta prívat og eru hálaunafólk.