Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Staðan í Grindavík – Tvö staðfest tjón vegna frostskemmda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Könnuð hafa verið 900 heimili í Grindavík og eru tvö staðfest tjón sökum frostskemmda. Forsvarsmenn Grindavíkurbæjar birtu stöðu mála er varðar rafmagn og vatnslagnir á heimasíðunni Grindavík.is. 

Rafveita virðist virk í allri byggðinni. Hitaveitan er virk á flestum svæðum fyrir utan austast byggðin, Þókötlustaðahverfi, og á hafnarsvæðinu.

Hópur pípulagningamanna fór yfir 350 íbúðir í gær. Þar með hafa 900 íbúðir verið yfirfarnar af 1200. Stefnt er að farið verði yfir þær 300 sem upp á vantar í dag, en talið er að þær séu í góðu standi þar sem flestar eru nýlegar.

Tvö staðfest tjón eru vegna frostskemmda. Ekki er útilokað að uppkomi fleiri þar sem töluvert frost er á svæðinu. Einhver húsanna eru kynt með rafmagnsofnum þar sem treglega hefur gengið að koma hita á og óljóst hvort lagnir haldi. Settir voru upp rafnmagsofnar í fyrirtæki á hafnarsvæðinu í gær og í dag. Einhverja lykla vantar enn að síðustu húsunum.

Margir hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir frekara tjón á fasteignum og innviðum.

Verið er að vinna í að kortleggja hvaða hús búið er að fara í, og hvaða hús búið er að koma á hita. Vinnslan er á lokametrunum og verður aðgengileg um leið og unnt er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -