Laugardagur 18. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Stakk hálfbróður sinn í bakið – Núna er hann aftur ákærður fyrir hnífstungu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður á fimmtugssaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað þann 6. ágúst árið 2019, á bifreiðastæði í Eyjabakka í Breiðholtinu. DV fjallaði um málið fyrst.

Er hann sagður hafa skorið mann í efri hluta hægri handleggs, með þeim afleiðingum að þolandinn hlaut djúpan, 10-15 cm langan skurð þar sem þríhöfði fór í sundur og lá skurður djúpt undir vöðva.

Maðurinn á langan sakaferil að baki og á þeim lista er önnur hnífstunguárás. Árið 2009 var hann sakfelldur fyrir að hafa stungið hálfbróður sinn með hnífi í bakið og öxlina. Árásin átti sér stað á almannafæri, við Hlemmtorg, og komu vegfarendur þolandanum þá til hjálpar en árásarmaðurinn stökk á flótta. Hann var síðan handtekinn niðri á Vatnsstíg um klukkutíma eftir árásina.

Fékk hann fimm ára fangelsi fyrir þessa alvarlegu árás en bróðir hans þurfti að dveljast á spítala eftir árásina sem hann þó lifði af.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. apríl. Dóminn um þetta mál má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -