- Auglýsing -
„Við starfsfólkið á Hrafnistu Boðaþingi höfum fengið aaalveg nóg af matarsóun og erum byrjuð í nýju verkefni,“ svo hljóðar upphafið af færslu sem Ágústa Klara Ágústsdóttir birti á Facebook fyrir hönd starfsfólksins Á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi.
„Í morgun var frískápurinn fylltur af allskonar sniðugu. Súpum, kjötbollum, beikonbúðingi, grautum, skonsum, kökum, meðlæti og fleiru. Þetta er allt eldað í gær,“ skrifar Ágústa Klara með færslunni.
Hún birtir myndir með sem sýnir kræsingarnar en öllu er pakkað í snyrtilega matarpakka.
“Endilega nýtið ykkur þetta, annars hefði þetta endað í ruslinu hjá okkur í kvöld,“ og kvittar undir fyrir hönd starfsfólksins í Boðaþingi
Ágústa bendir á að frískápurinn sem var fylltur í morgun hafi verið frískápur sé staðsettur í Efra-Breiðholti á bak við verslunina Mini Market.
Frískápar eru partur af deilihagkerfinu og eru ísskápar staðsettir víðsvegar um borgina og gefst fólki færi á að gefa og sækja sér mat sem annars færi til spillis.
Færslan hefur fengið gríðalega jákvæð viðbrögð innan hópsins Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem framtak starfsfólksins sem og verkefnið verið lofað hásterkt.