Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Starfsfólk veitingahúss gat ekki annað en hringt á lögreglu eftir þessa uppákomu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmenn veitingahúss í hverfi 105 þurftu að kalla til lögreglu í gærkvöldi vegna einstaklings sem neitaði að yfirgefa staðinn þegar komið var að lokun. Lögregla mætti á svæðið og vísaði viðkomandi út. Í sama hverfi lenti eigandi bifreiðar í leiðinlegu atviki. Búið var að stinga á tvo hjólbarða á bifreiðinni og hann því óökufær. Meintur þjófur var handtekinn í miðbænum eftir að hlutir hurfu inn á hótelherbergi. Maðurinn var látinn gista í fangaklefa lögreglu.

Það voru fleiri þjófar á kreik í nótt og var lögregla kölluð út í tvígang í verslun í Skeifunni vegna þessa. Einn var handtekinn en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Í Árbæ neitaði ölvaður einstaklingur að yfirgefa verslun þegar starfsmaður hafði beðið hann um að fara. Lögregla sinnti einnig reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði ökumann sem  hafði ekið á rúmlega 150 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -