Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Starfsmaður ísraelska ríkisútvarpsins stóð fyrir herferð gegn Bashar í Söngvakeppninni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnandi Facebook-hóps sem skipulagði herferð svo Hera Björk gæti sigrað í Söngvakeppni sjónvarpsins, starfar hjá ísraelska ríkisútvarpinu.

Á dögunum var sagt frá því í fjölmiðlum að stjórnandi Facebook-hópsins Israeli-Icelandic conversation, hefði hvatt hópmeðlimi til að kjósa Heru Björk í Söngvakeppni sjónvarpsins, til að koma í veg fyrir að Palestínumaðurinn Bashar Murad sigraði. Stjórnandinn, Yogev Segal, bað alla meðlimi hópsins að sannfæra tvo til þrjá vini eða ættingja um að kjósa Heru Björk. Sagðist hann ekki hafa neitt á móti Bashar, og sagði að hann hefði heldur ekkert á móti því að Palestína keppi í Eurovision einn daginn en ekki núna. Sagðist hann óttast að það yrði „pólitískt skaðlegt“ og að samband Íslands og Ísrael gæti versnað ef Bashar myndi keppa fyrir hönd Íslands.

Facebook-hópurinn, sem  var stofnaður 23. janúar á þessu ári, degi áður en tilkynnt var um þátttöku Bashar Murad í Söngvakeppni sjónvarpsins en nokkrum dögum áður hafði sú saga farið á kreik að hann væri meðal þátttakenda. Í lýsingunni á hópnum segir meðal annars eftirfarandi: „Þessi hópur miðar að því að gera íbúum Íslands og Norðurlanda kleift að eiga bein samskipti við Ísraela, ekki í gegnum fjölmiðla. Hópurinn hefur einnig það að markmiði að leiða þegna landanna saman og láta þá kynna afstöðu sína og deila tilfinningum sínum.
Hópurinn er ekki fulltrúi opinberrar stefnu Ísraelsríkis.“

Á linkedin-síðu stjórnanda hópsins, Yogev Segal, sést að hann starfar hjá ísraelska ríkisútvarpinu, Israeli Public Broadcasting Corporation eða KAN eins og það kallað, og hefur gert það síðustu fimm árin.

- Auglýsing -

Eftir að úrslitin lágu fyrir skrifaði Yogev færslu þar sem hann fagnað því að Hera Björk hefði sigrað keppnina. Sagði hann að Ísland hefði í marga mánuði verið búið að „skapa villandi ímynd“ og að ef Palestínumaður myndi keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision myndi sú ímynd verða enn meira villandi og skemma samskipti Ísraels og Íslands. Þá kallaði hann á öðrum stað í færslu sinni, þátttöku Bashar „pólitískan farsa“.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti í gær að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka framkvæmd atkvæðagreiðslu Söngvakeppni sjónvarpsins en þess höfðu höfundar lags Bashar Murad krafist, enda hefur komið í ljós ýmsir vankantar á framkvæmdinni. Frestur til að senda inn keppendur í Eurovision rennur úr á morgun og því ljóst að tími til rannsóknar sé naumur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -