Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins
„Kristín er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands en hún hefur starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá árinu 2017. Þar hefur hún m.a. sinnt fréttaskrifum á Vísi, flutt fréttir í sjónvarpi og útvarpi, haft umsjón með fréttatímum, stýrt umræðuþáttum og sinnt dagskrárgerð sem einn umsjónarmanna dægurmálaþáttarins Ísland í dag. Þá var hún áður pistlahöfundur á Fréttablaðinu og hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands frá 2023.“
Kristín mun hefja störf í lok febrúar en Ólafur Kjaran Árnason mun starfa áfram sem aðstoðarmaður forsætisráðherra en hann tók til starfa þann 23. desember síðastliðinn.
Mannlíf hefur á undanförnum vikum fjallað um starfsmannaflóttann frá Sýn og hefur Kristín nú bæst í þann hóp. Þá var hinn reyndi fjölmiðlamaður Heimir Már Pétursson ráðinn til Flokks fólksins fyrir stuttu.