- Auglýsing -
Starfsmenn hótels í Reykjavík höfðu samband við lögreglu skömmu eftir miðnætti í gær. Þar hafði maður sofnað í anddyri hótelsins en sá var ekki með herbergi á hótelinu. Maðurinn átti ekki í nein hús að vernda og bauð lögregla honum gistingu á lögreglustöðinni sem hann þáði.
Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði tvö ökumenn. Sá fyrri var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann reyndist líka vera sviptur ökuréttindum. Sá síðari var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.