Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Starfsmenn tívolís sakaðir um árás á barn í Hveragerði: „Við lítum allt ofbeldi alvarlegum augum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmenn Taylors Tivoli Iceland eru sakaðir um að hafa ráðist á barn um helgina á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði en Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, staðfesti í samtali við Mannlíf að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu.

Móðir barnsins fór með barnið til skoðunar hjá lækni daginn eftir atvikið og var svo meinta árásin tilkynnt til lögreglu en að sögn þeirra hlaut barnið ekki alvarlega áverka. Þá var lögreglan ekki kölluð til þegar hin meinta árás átti sér stað. Ekki er búið að leggja fram kæru í málinu en að sögn Garðars var móður og barni kynnt kæruferlið og ætla þau að hugsa málið og taka ákvörðun síðar. Þá er búið að tilkynna málið til barnaverndar.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og liggur ekki fyrir hver meintur gerandi er,“ sagði Garðar í samtali við Mannlíf og sagði ekki lægju fyrir frekari upplýsingar um líðan barnsins.

Dónalegir starfsmenn

„Blómstrandi dagar eru fjölskylduhátíð og mikið er lagt upp úr því að hér geti allar kynslóðir skemmt sér vel í sátt og samlyndi. Hátíðin fór sérlega vel fram og ekki annað að sjá en að Hvergerðingar og gestir séu hæstánægðir með helgina,“ sagði Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar, atvinnu og markaðsfulltrúi Hveragerðis, í samtali við Mannlíf.

Það er afar leitt að heyra að hugsanlega hafi orðið frávik frá þessu en við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um slíkt. Við lítum allt ofbeldi alvarlegum augum og munum eiga samtal við forsvarsmenn tívolísins en samskipti okkar við forsvarsmenn þess hafa verið góð, bæði varðandi hátíðina í ár og í fyrra. Hafi ofbeldi átt sér stað gerum við ráð fyrir að það fari í viðeigandi ferli hjá lögreglu. Þar sem við höfum engar upplýsingar um meint ofbeldi þá höfum við ekki forsendur til að hafa um það mörg orð að svo stöddu en tökum það til frekari skoðunar ef tilefni verður til þess.

Mannlíf ræddi við nokkra gesti Blómstrandi daga voru þeir allir sammála um að starfsmenn tívolísins hafi vera sýnt af sér dónalega hegðun og skæting en Taylors Tivoli Iceland sér einnig um Parísarhjólið á Miðbakknum í Reykjavík sem hefur vakið athygli margra.

UPPFÆRT

- Auglýsing -

Í svari Kane Taylor, eiganda Taylors Tivoli Iceland, til Mannlífs kannaðist hann ekki við atvikið og ætlaði að skoða það betur en sagðist vera dapur vegna fréttar Mannífs um málið og sagði hana mögulega vera skoðun frekar en frétt. Þá sagði hann einnig að lögfræðingur sinn myndi hafa samband við blaðamann Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -