Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Stefán fær 13 þúsund krónur í ellilífeyri eftir 55 ár á vinnumarkaði: „Takk fyrir Bjarni Ben“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Facebookhópnum Brask og brall (allt leyfilegt) er birt skjáskot af greiðsluskjali frá Tryggingastofnun. Skjáskotið tilheyrir færslu sem maður að nafni Stefán deilir á alnetinu.

Greiðsluskjalið frá Tryggingastofnun er stílað á Stefán og í því má finna sundurliðun ellilífeyris hans.

„Er alveg að „drukkna“ í ellilífeyri frá stjórnvöldum svona rétt fyrir kosningar,“ segir Stefán. Hann segir frá því hvernig hann hafi byrjað að vinna aðeins tólf ára gamall við að rífa upp saltfisk, en hann hafi upp frá því verið óslitið á vinnumarkaði til 67 ára aldurs.

Stefán útlistar að í sundurliðun greiðsluskjalsins frá Tryggingastofnun megi sjá að hann fái 13.171 krónu í ellilífeyri og 310 krónur í heimilisuppbót. Eftir greiðslu skatta, sem séu 5.116 krónur eigi hann 8.365 krónur eftir. Inni í skjalinu er einnig bifreiðastyrkur upp á 18.421 krónu, en Stefán segir það vera gömul áunnin réttindi.

„Er búinn að vera sjálfstæðismaður frá því að ég man eftir mér, en nú skilja leiðir vegna „flæðis“ ellilífeyris mér til handa. Takk fyrir samveruna Bjarni B,“ segir Stefán að lokum í færslu sinni.

Færsla Stefáns hefur vakið hörð viðbrögð í hópnum.

- Auglýsing -

Þannig segir Helga: „Mig grunar nú að lífeyrissjóðirnir séu akkúrat til, til þess að létta undir greiðslum frá ríkinu, altso með svona glórulausri skerðingu. Réttast væri að safna monnýpeningum í bankahólf. Nú, ef maður svo hreinlega deyr bara í millitíðinni, þá fá erfingjar væntanlega lykilinn að hólfinu. Þetta system mun ekki verða skítsæmilegt, fyrr en fólkið sem hefur borgað í séreign, getur farið að taka hana út, þar sem hún á ekki að skerða greiðslurnar frá tr, að ég best veit. Og erfist.“

„Var það ekki orðið staðfest að skerðing hjá TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna væri raunverulega ólögleg?,“ segir Friðgeir.

Boggi setur málið í samhengi við stefnu stjórnmálaflokkanna:

- Auglýsing -

„Inga Sæland er að ég held eini þingmaðurinn sem staðið hefur 100% við kosningaloforðin sem hún gaf fyrir síðustu kosningar, hún hefur barist fyrir eldra fólk og öryrkja síðustu 4 ár með kjafti og klóm.“

Hann heldur áfram:

„Gamla fólkið fer kannski bara inn í kjörklefa og kýs það sama og venjulega án þess að spá nokkuð í það hvort sá flokkur sé ekki fyrir löngu búinn að gefa skít í þau??“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -