Stefán Pálsson sagnfræðingur skrifar ljúfan pistil um Odd F. Helgason, en Oddur lést fyrir stuttu síðan. Oddur var 82 ára gamall þegar hann lést en hann var þekktur sem helsti ættfræðingur Íslands og brautryðjandi í þeim málefnum. Stefán segir Odd hafa verið sinn uppáhalds Facebook-vin og gefur skemmtilega ástæðu fyrir því.
„Hann hámlas vegginn minn á nokkurra vikna eða mánaða fresti og raðlækaði þá færslur í tugatali. Þegar maður leit á símann og sá tilkynningu um læk við 70 nýjar færslur var alltaf ljóst að hér væri Oddur á ferð!,“ sagði Stefán um Odd.
Hægt er að lesa alla færslu Stefán hér fyrir neðan.