Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Stefán spáir fyrir um næsta forseta: „Máta sig við djobbið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson setti í gær fram nokkuð áhugaverða kenningu um hver verður næsti forseti Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti þjóðinni í nýársávarpi sínu að muni ekki sækjast eftir því að halda áfram sem forseti landsins en kosið verður til forseta 1. júní næstkomandi. Guðni mun þá hafa verið forseti í átta ár. Margir spekingar af sett fram ýmiss konar kenningar og möguleika um framhaldið. Stefán Pálsson sagnfræðingur setti fram kenningu í gær um val á næsta forseta Íslands.

„Fyrst eftir að sitjandi forseti hverju sinni lýsir yfir að hann/hún ætli að hætta tekur við tímabil þar fólk keppist við að finna nýjan kandídat með sem allra líkastan prófíl til að taka við,“ sagði sagnfræðingurinn á samfélagsmiðlinum Facebook. „Búum okkur því undir að næstu vikurnar verði ýmsir háskólakennarar eða annað fólk úr akademíunni nefnt til sögunnar og fari jafnvel að máta sig við djobbið. – Þetta er sama mynstrið og við höfum séð aftur og aftur.

Þegar aðeins lengra líður frá kemur í ljós að fólk vill prófa eitthvað aðeins öðruvísi og að lokum fáum við forseta sem verður talsvert frábrugðinn þeim fyrri,“ sagði Stefán að lokun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -