Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Stefán svarar engu um meint skattalagabrot Sigríðar Daggar: „Ég hef enga heimild til þess“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Eiríksson svarar ekki spurningum Mannlífs um meint skattalagabrot Sigríðar Daggar Auðunsdóttur.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fjölmiðlakona og formaður Blaðamannafélags Íslands, er borin þungum sökum af Moggabloggaranum og framhaldsskólakennaranum umdeilda, Páli Vilhjálmssyni, sem heldur því fram að hún hafi vantalið 100. milljónir til skatts í gegnum Airbnb-viðskipti sín á síðustu árum. Sigríður hefur engu viljað svara um meint skattalagabrot þegar Mannlíf hefur leitast eftir því.

Sjá einnig: Páll Vilhjálmsson ásakar Sigríði Dögg um að hafa vantalið 100 milljónir til skatts

Mannlíf sendi eftirfarandi tölvupóst á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra:

Alvarlegar ásakanir um skattasniðgöngu hafa verið bornar fram á starfsmann þinn, Sigríði Dögg Auðunsdóttur umsjónarmann Kastljóss. Hún hefur ekki svarað nákvæmum spurningum Mannlífs um málið en gaf út einhliða tilkynningu á Facebook um að hún hefði sætt endurálagningu vegna útleigu á húsnæði. Af því tilefni er spurt:

1. Hefur þú sem útvarpsstjóri kynnt þér í þaula  og gengið eftir svörum um það hvort umræddar ásakanir bloggarans Páls Vilhjálmssonar eru réttar?
2. Þekkir þú umfang meintra skattsvika og eru þó þess eðlis að starfsmanninum sé sætt í starfi sínu hjá opinberu fyrirtæki?
3. Telur þú einhliða yfirlýsingu Sigríðar Daggar vera fullnægjandi í málinu?
4. Hefur starfsmaðurinn fengið áminningu vegna þessa máls?

5. Nýtur umræddur starfsmaður fulls trausts hjá þér?

- Auglýsing -

Stefán svaraði fljótlega en bar fyrir sig persónuverndarlögum. „Ég hef enga heimild til þess lögum samkvæmt að ræða við þig um möguleg málefni einstakra starfsmanna RÚV.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -